- Ingibjörg
Botnar:
4 egg
2 1/2 dl sykur
70 g smjör
- Hrærið saman í nokkrar mínútur þar til blandan er létt og ljós.
2 1/2 dl kókosmjöl
2 1/2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl saxaðar döðlur
100 g saxað suðusúkkulaði
- Blandið öllum þurrefnunum vel saman í skál og bætið síðan út í eggjahræruna, hrærið þar til allt er vel blandað. Deilið deiginu í 2 vel smurð og hveitistráð 24 cm form og bakið í 20 -25 mínútur við 180°C. Kælið vel.
Leggið botnana saman með 1 pela af þeyttum rjóma, 100 g söxuðu Pipp, 1 tsk vanillusykri og ávöxtum, t.d perum eða jarðaberjum. Ef notaðir eru niðursoðnir ávextir er tilvalið að bleyta aðeins í botnunum með safanum.
Krem ofan á:
2 eggjarauður
2-3 msk flórsykur
50 g brætt suðusúkkulaði
1 peli rjómi, þeytur
- Þeytið eggjarauður og flórsykur saman í smá stund.
- Bætið bræddu súkkulaði saman við og þeytið aðeins áfram.
- Blandið þeytta rjómanum rólega saman við með sleikju.
Setjið ofan á kökuna og skreytið með ávöxtum.
Kakan er best ef sett er á hana með góðum fyrirvara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli