Ég var svo heppin að fá þó nokkuð af rabbarbara og ákvað að nýta hann í allskonar tilraunastarfsemi. Ég bjó til síróp sem hægt er nota á ýmsan máta, múffur og aðeins öðruvísi sultu. Þessu var bara vel tekið í kotinu og nú vona ég bara að það komi aftur rabbarbari í hús með haustinu í fekari tilraunir!
- Ingibjörg.
Rabbarbarasíróp.
750 g rabbarbari
3 dl vatn
- Sjóðið saman í 10-15 mínútur og síið í nokkrar klukkustundir í gegn um grisju. Úr þessu kom 1/2 lítri af saft.
- Setjið saftina í pott og bætið við 450 g sykur, 2 tsk sítrónusafa og 1 vanillustöng.
- Sjóðið saman í 15 mínútur, kælið í pottinum í smástund og setjið á krukkur.
Þetta síróp er hægt að nota á pönnukökur og vöfflur, út á ís og sem smá bragð í kalda drykki, t.d. sódavatn.
Rabbarbara - og eplamúffur.
2 egg
2 dl hrásykur
4 dl fínt spelt
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanillusykur
90 g brætt smjör
1 dl mjólk
2-3 dl rabbarbari, gott er að sjóða hann aðeins til að mykja hann, ég notaði það sem gekk af saftinni við sírópsgerðina
1 epli, skrælt og smátt saxað
kanilsykur
- Þeytið egg og sykur létt og ljóst.
- Blandið öðru saman við og hrærið saman, ekki of lengi svo þær verði ekki seigar.
- Setið deigið í muffinsmót (passar í 30-35 stk) stráið smá kanilsykri yfir hverja köku og bakið í 15-18 mínútur við 200°C.
Þetta deig er líka hægt að setja í bökumót og baka í 20 -25 mínútur og bera fram með rjóma eða ís!
Rabbarbarasulta með jarðaberjum og kanilkeim.
600 g rabbarbari
300 g frosin jarðarber
500 g sykur
1 lime, safi og rifinn börkur
2 kanilstangir, settar út í síðustu 10 mínúturnar af suðutímanum
- Setjið allt saman í pott og sjóðið saman í 20-30 mínútur eða þar til allt er vel maukað og þykkt.
- Kælið aðeins í pottinum og setjið á krukkur.
Amerískar pönukökur.
Ég ætla að láta hér fylgja með uppskrift af amerískum pönnukökum og hvet ykkur til að nota rabbarbarasírópið með þeim.
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
2 egg
2 1/2 - 3 dl mjólk
25 g brætt smjör
- Blandið þurrefnunum saman í skál.
- Setjið egg og mjólk í aðra skál, þeytið því saman og hellið síðan saman við þurrefnin og þeytið vel.
- Hellið bræddu smjörlíkinu saman við í lokin og blandið saman.
- Bakið á pönnu við miðlungshita þar til þær eru gullinbrúnar.
Njótum alls þess er sumarið gefur okkur!