sunnudagur, 23. júní 2013

Rabbarbarabrjálæði.


Ég var svo heppin að fá þó nokkuð af rabbarbara og ákvað að nýta hann í allskonar tilraunastarfsemi. Ég bjó til síróp sem hægt er nota á ýmsan máta, múffur og aðeins öðruvísi sultu. Þessu var bara vel tekið í kotinu og nú vona ég bara að það komi aftur rabbarbari í hús með haustinu í fekari tilraunir!
 - Ingibjörg.


Rabbarbarasíróp.

750 g rabbarbari
3 dl vatn


  • Sjóðið saman í 10-15 mínútur og síið í nokkrar klukkustundir í gegn um grisju. Úr þessu kom 1/2 lítri af saft.
  • Setjið saftina í pott og bætið við 450 g sykur, 2 tsk sítrónusafa og 1 vanillustöng.
  • Sjóðið saman í 15 mínútur, kælið í pottinum í smástund og setjið á krukkur.


Þetta síróp er hægt að nota á pönnukökur og vöfflur, út á ís og sem smá bragð í kalda drykki, t.d. sódavatn.


Rabbarbara - og eplamúffur.

2 egg
2 dl hrásykur
4 dl fínt spelt
2 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanillusykur
90 g brætt smjör
1 dl mjólk
2-3 dl rabbarbari, gott er að sjóða hann aðeins til að mykja hann, ég notaði það sem gekk af saftinni við sírópsgerðina
1 epli, skrælt og smátt saxað
kanilsykur


  • Þeytið egg og sykur létt og ljóst.
  • Blandið öðru saman við og hrærið saman, ekki of lengi svo þær verði ekki seigar.
  • Setið deigið í muffinsmót (passar í 30-35 stk) stráið smá kanilsykri yfir hverja köku og bakið í 15-18 mínútur við 200°C.

Þetta deig er líka hægt að setja í bökumót og baka í 20 -25 mínútur og bera fram með rjóma eða ís!

Rabbarbarasulta með jarðaberjum og kanilkeim.

600 g rabbarbari
300 g frosin jarðarber
500 g sykur
1 lime, safi og rifinn börkur
2 kanilstangir, settar út í síðustu 10 mínúturnar af suðutímanum


  • Setjið allt saman í pott og sjóðið saman í 20-30 mínútur eða þar til allt er vel maukað og þykkt.
  • Kælið aðeins í pottinum og setjið á krukkur.



Amerískar pönukökur.

Ég ætla að láta hér fylgja með uppskrift af amerískum pönnukökum og hvet ykkur til að nota rabbarbarasírópið með þeim.

4 dl spelt eða hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
2 egg
2 1/2 - 3 dl mjólk
25 g brætt smjör


  • Blandið þurrefnunum saman í skál.
  • Setjið egg og mjólk í aðra skál, þeytið því saman og hellið síðan saman við þurrefnin og þeytið vel.
  • Hellið bræddu smjörlíkinu saman við í lokin og blandið saman.
  • Bakið á pönnu við miðlungshita þar til þær eru gullinbrúnar.


Njótum alls þess er sumarið gefur okkur!

mánudagur, 17. júní 2013

Döðluterta með piparmynturjóma

Það er alveg komin tími á eins og eina Hnallþóru og að bjóða góðu fólki í kaffi og köku ekki satt? 17. júní er tilvalinn dagur til þess en hinir 364 eru líka afbragðs tertudagar! Þessa uppskrift átti ég til handskrifaða í einni af mínum gömlu uppskriftastílabókum og hef ég ekki hugmynd hvaðan hún upphaflega kemur. Hún hefur verið óspart notuð við ýmis tækifæri.
- Ingibjörg

Botnar:

4 egg
2 1/2 dl sykur
70 g smjör

  • Hrærið saman í nokkrar mínútur þar til blandan er létt og ljós.

2 1/2 dl kókosmjöl
2 1/2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl saxaðar döðlur
100 g saxað suðusúkkulaði

  • Blandið öllum þurrefnunum vel  saman í skál og bætið síðan út í eggjahræruna, hrærið þar til allt er vel blandað. Deilið deiginu í 2 vel smurð og hveitistráð 24 cm form og bakið í 20 -25 mínútur við 180°C. Kælið vel.

Leggið botnana saman með 1 pela af þeyttum rjóma, 100 g söxuðu Pipp, 1 tsk vanillusykri og ávöxtum,  t.d perum eða jarðaberjum. Ef notaðir eru niðursoðnir ávextir er tilvalið að bleyta aðeins í botnunum með safanum.


Krem ofan á:

2 eggjarauður
2-3 msk flórsykur
50 g brætt suðusúkkulaði
1 peli rjómi, þeytur

  • Þeytið eggjarauður og flórsykur saman í smá stund.
  • Bætið bræddu súkkulaði saman við og þeytið aðeins áfram.
  • Blandið þeytta rjómanum rólega saman við með sleikju.

Setjið ofan á kökuna og skreytið með ávöxtum.
Kakan er best ef sett er á hana með góðum fyrirvara.



laugardagur, 15. júní 2013

Ofnbakaður lax með sætu salsa

Nú er sumarið vonandi komið og ég fann hjá mér þörf fyrir að "hanna" eitthvað litríkt á diskinn. Bleiki fiskurinn er alltaf vinnsæll hjá mínu fólki og að þessu sinni gerði ég litríkt salsa og kalda sósu með honum.
-Ingibjörg

Kryddlögur á 1 laxaflak, u.þ.b. 700-800 g (fyrir fjóra)

2 msk olía
2 msk Sweet chili sósa
2 msk soja sósa

Penslið flakið og látið liggja í 1-2 klukkustundir fyrir matreiðslu.
Stráið söxuðum pecanhnetum og örlitlu maldon- eða himalayasalti yfir fiskinn rétt áður en hann fer í ofninn.
Bakið við 190-200 °C í 12-15 mínútir, fer samt eftir þykkt.

Að sjálsögðu er ekki verra að grilla fiskinn :)

Sætt salsa

1/2 mangó
1/2 rauð paprika
biti af ferskum ananas
1/4 rauðlaukur
nokkrir stilkar af graslauk
safi úr 1/2 lime
örítið salt og pipar

Saxið allt mjög smátt eða setjið í matvinnsluvél í örlitla stund. Geymið í kæli í 1/2-1 klukkustund.

Köld sósa

1 dós sýrður rjómi
1-2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk hunang
fersk basilíka og graslaukur eftir smekk

Hrærið öllu saman og geymið í kæli í smá stund.

Berið fram með ofnbökuðum eða grilluðum kartöflum og góðu salati.

Njótið sumarsins!

sunnudagur, 2. júní 2013

Ítalskar kjötbollur


Kjötbollur geta að mínu mati verið hvort sem er hversdags eða helgarmatur og eru bara nokkuð vinsælar hér á þessu heimili. Hér er notast við gamlan og góðan grunn af partýbollum sem er poppaður upp með kryddi og parmesanosti.
Fyrirtaks sunnudagsmáltíð.
- Ingibjörg.

Kjötbollur

500 g nautahakk
75 g mulið ritzkex
2 msk lauksúpuduft
1 egg
3 msk rifinn parmesanostur
3 tsk oregano eða ítölsk kryddblanda
1/2 tsk svartur pipar

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman þar til þetta er orðið að samfelldu deigi.
Mótið litlar bollur og raðið í eldfast mót.
Bakið í ofni við 180°C í 10-15 mínútur.

Sósa

1 laukur, smátt saxaður
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1/2 rauð paprika smátt skorin
8 ferski tómatar, skornir í bita
1 tsk oregano
1 tsk grænmetiskraftur
1 tsk nautakraftur
1 tsk ítölsk hvítlauksblanda (Pottagaldrar)
salt og pipar eftir smekk
2 litlar dósir tómatmauk
1 tsk hlynsýróp

Mýkið lauk og papriku í olíu á vel heitri pönnu í smá stund.
Bætið tómötum út í og látið malla á meðan kryddið er sett út í.
Bætið tómatmaukinu saman við ásamt hlýnsýrópinu, hrærið vel saman og leyfið þessu að malla undir loki í 10 mínútur.

Setjið steiktu kjötbollurnar út í sósuna og leyfið þessu að malla saman við vægan hita
í nokkrar mínútur.

Berið fram með pasta, grænu salati og rifnum parmesanosti.

Verði ykkur að góðu!