Ég er svo heppin að eiga 3 matreiðslubækur sem mér finnst gaman að kíkja í. Mér finnst mjög gaman að baka múffur og skreyta þær með alls konar kremi og skrauti. Hér er ein uppskrift sem ég valdi úr Stóru köku- og brauðbókinni frá Disney.
- Sóley.
300 g hveiti
30 g kakó
2 tsk lyftiduft
2 egg
200 g sykur
140 g smjör, brætt og kælt
1/2 tsk vanilludropar
1 dós (um 180 g) sýrður rjómi
70 - 100 g dökkt piparmyntusúkkulaði
Smjörkrem
300 g smjör
500 g flórsykur
1/2 - 1 tsk piparmyntudropar
4 tsk heitt vatn (soðið)
Til skrautspiparmyntubrjóstsykur, mulinn
Aðferð
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft í skál.
3. Þeytið egg og sykur í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
4. Hrærið smjör og sýrðan rjóma saman og bætið blöndunni út í hrærivélaskálina.
5. Bætið þurrefnunum út í og blandið vel.
6. Fyllið pappírsmúffuform upp að 3/4 og setjið síðan í múffuformið.
7. Skiptið súkkulaðinu í jafn marag bita og múffurnar eru. Stingið einum einum bita vel ofan í hverja múffu.
8. Bakað í 18 - 22 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í múffuna kemur þurr út.
9. Kælið múffurnar alveg áður en kremið er sett á þær.
10. Þeytið saman smjör og flórsykur fyrir kremið.
11. Bætið piparmyntudropum og vatni saman við.
12. Þeytið þangað til að kremið er mjúkt og slétt.
13. Myljið brjóstsykurinn og stráið yfir kremið.
Þessi uppskrift gerir um 20 meðalstórar múffur.
Til tilbreytingar mætti setja litríkan glassúr ofan á múffurnar.
Verði þér að góðu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli