sunnudagur, 26. maí 2013

Vinkonuboð

Ég bauð 6 æskuvinkonum mínum í saumaklúbbnum í mat þar sem við lokuðum vetrinum með yndislegri samveru. Við kynntumst í Varmárskóla á áttunda áratugnum þegar enn voru sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og okkur fannst tilvalið að nýta þau kvöld til hittings. Það er dýrmætt að eiga góðar vinkonur.
-Ingibjörg.

Ofnbakaðar svínalundir - fyrir 6-8

1,5 kg svínalundir í sneiðum
3 msk Dijon sinnep
3 msk hunang

Látið kjötið liggja í sinnepi og hunangi í 2-3 klukkustundir.
Snöggsteikið sneiðarnar, kryddið með salti og pipar og raðið í eldfast mót.

















2 box sveppir
4 hvítlauksrif
2 laukar
150 g döðlur
1 lítri matreiðslurjómi
1 gráðaostur
1 lítil askja rjómaostur með svörtum pipar
1 msk hunang
1-2 tsk Best á allt
smakkað til með kjötkrafti, ég notaði svína- og andakraft.

Saxið grænmetið smátt og steikið á pönnu, bætið öllu öðru við og látið malla við vægan hita þar til ostarnir er bráðnaðir.

















Hellið sósunni yfir kjötið í mótinu og bakið í ofni í 20 - 30 mínútur við 180°C.

Meðlætið var sæt kartöflumús, pönnusteiktar parísarkartöflur með paprikukryddi, grænt salat og fetaostur.



 Blaut súkkulaðikaka.

Grunnurinn að þessari kökur er uppskrift sem birtist í bæjarblaði hér í Mosfellsbænum fyrir nokkrum árum og er í miklu uppáhaldi á þessum bæ. Hér er hún með kremi og karamellukurli sem gerir hana að algerri súkkulaðisælu.

2 egg
2 dl sykur

Hrærið lauslega saman.

1 1/2 dl hveiti
3 msk kakó
1 msk vanillusykur
salt af hnífsoddi
1/2 tsk lyftiduft
125 g brætt smjör

Öllu bætt út í og hrært saman þar til smjörið er vel samlagað hrærunni.
Hellið í smurt kökuform og bakið í 30 mínútur við 150°C. Kakan á að vera frekar blaut.

Krem.

75 g suðusúkkulaði
3 msk hlynsíróp
3 msk rjómi
2 msk vatn

Bræðið saman í potti við vægan hita.

Setjið kökuna á disk, dreifið karamellukurli yfir og að lokum er kreminu jafnað yfir kökuna.
Kælið kökuna aðeins svo kremið stífni.
Berið fram með rjóma og t.d berjum.




Njótið!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli