1 ýsuflak, roðlaust og beinlaust í bitum
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 laukur, smátt saxaður
nokkrir sveppir í sneiðum
smá biti af sætri kartöflu skorin í teninga
3 - 4 dl matreiðslurjómi
1 grænmetisteningur
1/2 - 1 tsk Best á allt
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar
1. Hitið olíuna og steikið grænmetið í smá stund.
2. Bætið rjómanum og kryddinu út á pönnuna og látið malla þar til kartöfluteningrnir eru næstum því tilbúnir.
2. Bætið rjómanum og kryddinu út á pönnuna og látið malla þar til kartöfluteningrnir eru næstum því tilbúnir.
3. Bætið ýsubitum út í sósuna og hitið þar til fiskurinn er hvítur í gegn.
Smakkið og bragðbætið með grænmetiskrafti ef þarf.
Gott er að bera fram með hrísgrjónum og salati.
Verði þér að góðu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli