föstudagur, 13. desember 2013

Kjúklingatortilla í ofni-mexíkópizza.

Hér á bæ er mexíkóskur snakkmatur vinsæll, sérstaklega í lok vikunnar. Ef heimasætan mætti ráða væri hann á borðum annan hvern dag og toppar nánast pizzuna hjá henni. Oftast vefjum við öllu inn í pönnukökurnar, hakki eða kjúklingabitum með grænmeti, salsasósu og flögum eins og gengur og gerist.  Hér kemur aðeins önnur útfærsla með sama hráefni, köllum það bara mexíkópizzu.
-Ingibjörg.

Mexíkópizza

4 litlar tortillakökur settar á ofnplötu
1 msk hreinn rjómaostur á hverja köku
1 msk kryddrjómaostur á hverja köku

  • Smyrjið á kökurnar

2 msk mild salsasósa á hverja köku

  • Smyrjið yfir rjómaostinn

2 kjúklingabringur
1 msk olía
2 tsk mexíkósk kryddblanda

  • Skerið í litla bita, steikið á pönnu og kryddið.
  • Setjið á pönnukökurnar og stráið rifnum osti of muldum flögum yfir.
  • Bakið í ofni við 200°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið lit.
  • Berið fram með fersku grænmeti og Doritos (okkur finnst svarta best )með salsasósu.

Einfalt og fljótlegt - góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli