föstudagur, 13. desember 2013

Bananabrauð

Þetta er eitt það einfaldasta sem hægt er að búa til. Ég fann uppskriftina af þessu brauði fyrir mörgum árum en hef breytt henni lítillega frá upphaflegu útgáfunni. Ég hef bakað þetta með 6 ára nemendum mínum sem segir allt um erfiðleikastigið :) Þetta staldrar ekki lengi við enda best ylvolgt með sméri.

Bananabrauð.
3 stórir
bananar, stappaðir í mauk
5 dl hveiti eða spelt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 egg


  • Hrærið öllu saman í skál, ekki er nauðsynlegt að nota hrærivél.
  • Setjið í vel smurt brauðform, 1 stórt eða 2 minni.
  • Bakið við 180°C í u.þ.b 50 mínútur stórt form eða í 30-40 mínútur minni. Stingið prjóni í til að kanna hvort brauðið sé bakað í gegn.
Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli