Ég er svo heppin að eiga 3 matreiðslubækur sem mér finnst gaman að kíkja í. Mér finnst mjög gaman að baka múffur og skreyta þær með alls konar kremi og skrauti. Hér er ein uppskrift sem ég valdi úr Stóru köku- og brauðbókinni frá Disney.
- Sóley.
300 g hveiti
30 g kakó
2 tsk lyftiduft
2 egg
200 g sykur
140 g smjör, brætt og kælt
1/2 tsk vanilludropar
1 dós (um 180 g) sýrður rjómi
70 - 100 g dökkt piparmyntusúkkulaði
Smjörkrem
300 g smjör
500 g flórsykur
1/2 - 1 tsk piparmyntudropar
4 tsk heitt vatn (soðið)
Til skrautspiparmyntubrjóstsykur, mulinn
Aðferð
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft í skál.
3. Þeytið egg og sykur í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
4. Hrærið smjör og sýrðan rjóma saman og bætið blöndunni út í hrærivélaskálina.
5. Bætið þurrefnunum út í og blandið vel.
6. Fyllið pappírsmúffuform upp að 3/4 og setjið síðan í múffuformið.
7. Skiptið súkkulaðinu í jafn marag bita og múffurnar eru. Stingið einum einum bita vel ofan í hverja múffu.
8. Bakað í 18 - 22 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í múffuna kemur þurr út.
9. Kælið múffurnar alveg áður en kremið er sett á þær.
10. Þeytið saman smjör og flórsykur fyrir kremið.
11. Bætið piparmyntudropum og vatni saman við.
12. Þeytið þangað til að kremið er mjúkt og slétt.
13. Myljið brjóstsykurinn og stráið yfir kremið.
Þessi uppskrift gerir um 20 meðalstórar múffur.
Til tilbreytingar mætti setja litríkan glassúr ofan á múffurnar.
Verði þér að góðu
Hér munum við mæðgur blogga um það sem stendur öllum nærri, en það er matur og matargerð!
sunnudagur, 26. maí 2013
Vinkonuboð
Ég bauð 6 æskuvinkonum mínum í saumaklúbbnum í mat þar sem við lokuðum vetrinum með yndislegri samveru. Við kynntumst í Varmárskóla á áttunda áratugnum þegar enn voru sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og okkur fannst tilvalið að nýta þau kvöld til hittings. Það er dýrmætt að eiga góðar vinkonur.
-Ingibjörg.
Ofnbakaðar svínalundir - fyrir 6-8
1,5 kg svínalundir í sneiðum
3 msk Dijon sinnep
3 msk hunang
Látið kjötið liggja í sinnepi og hunangi í 2-3 klukkustundir.
Snöggsteikið sneiðarnar, kryddið með salti og pipar og raðið í eldfast mót.
2 box sveppir
4 hvítlauksrif
2 laukar
150 g döðlur
1 lítri matreiðslurjómi
1 gráðaostur
1 lítil askja rjómaostur með svörtum pipar
1 msk hunang
1-2 tsk Best á allt
smakkað til með kjötkrafti, ég notaði svína- og andakraft.
Saxið grænmetið smátt og steikið á pönnu, bætið öllu öðru við og látið malla við vægan hita þar til ostarnir er bráðnaðir.
Hellið sósunni yfir kjötið í mótinu og bakið í ofni í 20 - 30 mínútur við 180°C.
Meðlætið var sæt kartöflumús, pönnusteiktar parísarkartöflur með paprikukryddi, grænt salat og fetaostur.
Blaut súkkulaðikaka.
Grunnurinn að þessari kökur er uppskrift sem birtist í bæjarblaði hér í Mosfellsbænum fyrir nokkrum árum og er í miklu uppáhaldi á þessum bæ. Hér er hún með kremi og karamellukurli sem gerir hana að algerri súkkulaðisælu.
2 egg
2 dl sykur
Hrærið lauslega saman.
1 1/2 dl hveiti
3 msk kakó
1 msk vanillusykur
salt af hnífsoddi
1/2 tsk lyftiduft
125 g brætt smjör
Öllu bætt út í og hrært saman þar til smjörið er vel samlagað hrærunni.
Hellið í smurt kökuform og bakið í 30 mínútur við 150°C. Kakan á að vera frekar blaut.
Krem.
75 g suðusúkkulaði
3 msk hlynsíróp
3 msk rjómi
2 msk vatn
Bræðið saman í potti við vægan hita.
Setjið kökuna á disk, dreifið karamellukurli yfir og að lokum er kreminu jafnað yfir kökuna.
Kælið kökuna aðeins svo kremið stífni.
Berið fram með rjóma og t.d berjum.
-Ingibjörg.
Ofnbakaðar svínalundir - fyrir 6-8
1,5 kg svínalundir í sneiðum
3 msk Dijon sinnep
3 msk hunang
Látið kjötið liggja í sinnepi og hunangi í 2-3 klukkustundir.
Snöggsteikið sneiðarnar, kryddið með salti og pipar og raðið í eldfast mót.
2 box sveppir
4 hvítlauksrif
2 laukar
150 g döðlur
1 lítri matreiðslurjómi
1 gráðaostur
1 lítil askja rjómaostur með svörtum pipar
1 msk hunang
1-2 tsk Best á allt
smakkað til með kjötkrafti, ég notaði svína- og andakraft.
Saxið grænmetið smátt og steikið á pönnu, bætið öllu öðru við og látið malla við vægan hita þar til ostarnir er bráðnaðir.
Hellið sósunni yfir kjötið í mótinu og bakið í ofni í 20 - 30 mínútur við 180°C.
Meðlætið var sæt kartöflumús, pönnusteiktar parísarkartöflur með paprikukryddi, grænt salat og fetaostur.
Blaut súkkulaðikaka.
Grunnurinn að þessari kökur er uppskrift sem birtist í bæjarblaði hér í Mosfellsbænum fyrir nokkrum árum og er í miklu uppáhaldi á þessum bæ. Hér er hún með kremi og karamellukurli sem gerir hana að algerri súkkulaðisælu.
2 egg
2 dl sykur
Hrærið lauslega saman.
1 1/2 dl hveiti
3 msk kakó
1 msk vanillusykur
salt af hnífsoddi
1/2 tsk lyftiduft
125 g brætt smjör
Öllu bætt út í og hrært saman þar til smjörið er vel samlagað hrærunni.
Hellið í smurt kökuform og bakið í 30 mínútur við 150°C. Kakan á að vera frekar blaut.
Krem.
75 g suðusúkkulaði
3 msk hlynsíróp
3 msk rjómi
2 msk vatn
Bræðið saman í potti við vægan hita.
Setjið kökuna á disk, dreifið karamellukurli yfir og að lokum er kreminu jafnað yfir kökuna.
Kælið kökuna aðeins svo kremið stífni.
Berið fram með rjóma og t.d berjum.
Njótið!
fimmtudagur, 23. maí 2013
Fimmtudagsfiskur
1 ýsuflak, roðlaust og beinlaust í bitum
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 laukur, smátt saxaður
nokkrir sveppir í sneiðum
smá biti af sætri kartöflu skorin í teninga
3 - 4 dl matreiðslurjómi
1 grænmetisteningur
1/2 - 1 tsk Best á allt
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar
1. Hitið olíuna og steikið grænmetið í smá stund.
2. Bætið rjómanum og kryddinu út á pönnuna og látið malla þar til kartöfluteningrnir eru næstum því tilbúnir.
2. Bætið rjómanum og kryddinu út á pönnuna og látið malla þar til kartöfluteningrnir eru næstum því tilbúnir.
3. Bætið ýsubitum út í sósuna og hitið þar til fiskurinn er hvítur í gegn.
Smakkið og bragðbætið með grænmetiskrafti ef þarf.
Gott er að bera fram með hrísgrjónum og salati.
Verði þér að góðu!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)