föstudagur, 13. desember 2013

Bananabrauð

Þetta er eitt það einfaldasta sem hægt er að búa til. Ég fann uppskriftina af þessu brauði fyrir mörgum árum en hef breytt henni lítillega frá upphaflegu útgáfunni. Ég hef bakað þetta með 6 ára nemendum mínum sem segir allt um erfiðleikastigið :) Þetta staldrar ekki lengi við enda best ylvolgt með sméri.

Bananabrauð.
3 stórir
bananar, stappaðir í mauk
5 dl hveiti eða spelt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk vanillusykur
1 egg


  • Hrærið öllu saman í skál, ekki er nauðsynlegt að nota hrærivél.
  • Setjið í vel smurt brauðform, 1 stórt eða 2 minni.
  • Bakið við 180°C í u.þ.b 50 mínútur stórt form eða í 30-40 mínútur minni. Stingið prjóni í til að kanna hvort brauðið sé bakað í gegn.
Góðar stundir.

Kjúklingatortilla í ofni-mexíkópizza.

Hér á bæ er mexíkóskur snakkmatur vinsæll, sérstaklega í lok vikunnar. Ef heimasætan mætti ráða væri hann á borðum annan hvern dag og toppar nánast pizzuna hjá henni. Oftast vefjum við öllu inn í pönnukökurnar, hakki eða kjúklingabitum með grænmeti, salsasósu og flögum eins og gengur og gerist.  Hér kemur aðeins önnur útfærsla með sama hráefni, köllum það bara mexíkópizzu.
-Ingibjörg.

Mexíkópizza

4 litlar tortillakökur settar á ofnplötu
1 msk hreinn rjómaostur á hverja köku
1 msk kryddrjómaostur á hverja köku

  • Smyrjið á kökurnar

2 msk mild salsasósa á hverja köku

  • Smyrjið yfir rjómaostinn

2 kjúklingabringur
1 msk olía
2 tsk mexíkósk kryddblanda

  • Skerið í litla bita, steikið á pönnu og kryddið.
  • Setjið á pönnukökurnar og stráið rifnum osti of muldum flögum yfir.
  • Bakið í ofni við 200°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið lit.
  • Berið fram með fersku grænmeti og Doritos (okkur finnst svarta best )með salsasósu.

Einfalt og fljótlegt - góðar stundir.