Við búum þetta oft til þegar við erum saman og notum ýmsar tegundir af ávöxtum. Í þessa uppskrift er hægt að nota hvaða ávexti sem er og vanillusósan sem borin er með gerir þetta að himneskum eftirrétti.
- Sóley
Vanillusósa
2 1/2 dl. rjómi
2 eggjarauður
2 msk sykur
2 tsk vanilludropar/vanillusykur
Aðferð:
- Léttþeytið rjómann og geymið til hliðar.
- Setjið eggjarauður, sykur og vanilludropa/vanillusykur í aðra skál og þeytið saman í nokkrar mínútur.
- Blandið eggjahrærunni varlega saman við rjómann.
- Beriið fram með ávaxtasalati t.d. epli, bananar, vínber og jarðarber.
Njótið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli