Ekki alls fyrir löngu sá ég grillþátt í sjónvarpinu þar sem grillað
var á planka. Þetta kom vel út í þættinum, aðferðin dásömuð af þeim sem kynntu plankann góða og mér fannst þetta bráðmerkilegt. Ég ákvað að þetta yrði prófað hér. Fjárfest var í viðnum og góðum vinum boðið í tilraunamálsverð. Skemmst er frá að segja að allt saman stóðst væntingar. Fiskurinn var einstaklega safaríkur og bæði við og gestirnir voru himinlifandi með matinn. Hér á eftir er smá lýsing á því hvernig ég útbjó fiskinn á plankann en að sjálfsögðu má nota hvaða hráefni sem er og prófa sig áfram. Okkur fannst þetta skemmtileg tilbreyting í grillmenninguna.
- Ingibjörg.-
Plattinn góði er látinn liggja í bleyti í a.m.k klukkutíma áður en hráefnið er settur á hann og svo fer hann strax á grillið. Grillið þarf að forhita.
Beikonvafinn skötuselur.
Meðlætið að þessu sinni :
Salat úr Lambhagasalati, mangó og gúrku.
Sósan var nokkuð hefðbundin rjómasveppasósa, steiktir sveppir, rjómi eða matreiðslurjómi og krydduð með salti og pipar og smökkuð til með andakrafti og hunangi.
Ég hvet ykkur til að prófa svona planka, það er alltaf gaman að gera tilraunir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli